Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir engan hroka hafa verið í svörum sínum eftir markalaust jafntefli gegn Manchester United.
Roy Keane sem starfaði fyrir Sky Sports í gær sakaði Van Dijk um hroka eftir leikinn.
„Ég kann vel við Roy Keane, ef hann sagði þetta þá er það í lagi,“ sagði Van Dijk.
Keane sakaði Van Dijk um að gera lítið úr Manchester United en hollenski varnarmaðurinn talaði um yfirburði Liverpool í leiknum.
„Hann er Manchester United maður, ég get vel skilið að hann tali svona en það var enginn hroki í mínum svörum.“
„Allir sem horfðu á leikinn sáu það sama, við fengum færin en nýttum þau ekki til að skora og það er pirrandi.“
„Liverpool had opportunities and they didn’t take them, that’s their own fault, nothing to do with Manchester United.“
Roy Keane was not a fan of Virgil van Dijk saying Liverpool were the only side that were trying to win 😳 pic.twitter.com/ktmQuQb10x
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 17, 2023