Valdimar Þór Ingimundarson gekk í dag í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings R. en hann kemur frá Sogndal í Noregi. Hann ræddi við 433.is í Víkinni eftir að skiptin voru opinberuð.
„Ég er mjög spenntur. Það verður gaman að spila hér heima,“ sagði Valdimar sem spilaði áður með Fylki hér á landi.
En var erfið ákvörðun að koma heim í íslenska boltann á ný?
„Svosem ekki. Bestu liðin hér heima eru það góð, eru að spila Evrópuleiki, toppurinn á deildinni er mjög góður.“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er sterklega orðaður við Norrköping þessa dagana. Er það eitthvað sem Valdimar spáði í í viðræðunum?
„Það skiptir náttúrulega máli. Ég fór á fund með þeim og spurði út í þetta og fékk ágætis svör við því.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.