Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson var staddur á stórleik Liverpool og Manchester United í gær en hann er mikill stuðningsmaður fyrrnefnda liðsins.
Þrátt fyrir að flestir hafi búist við sigri Liverpool varð það ekki raunin og þurftu Sigmar og aðrir stuðningsmenn Liverpool í stúkunni að sætta sig markalaust jafntefli.
Fyrir leikinn í gær birti Sigmar mynd af sér og Liverpool-goðsögninni Jamie Carragher. Við myndina skrifaði hann: „Það er happa að hitta þennan daginn fyrir leik.“
Sigmar var þó fljótur að draga þessi ummæli til baka eftir svekkjandi niðurstöðu leiksins.
„Note to self: ekki hitta Carra daginn fyrir leik!“ skrifaði Sigmar.
Með jafnteflinu missti Liverpool af toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal en United er í sjöunda sæti.
Það er happa að hitta þennan, daginn fyrir leik! @Carra23 #LIVERPOOL #LIVMUN pic.twitter.com/ufwUso38n5
— Simmi Vil (@simmivil) December 17, 2023