fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Pálmi þurfti að vera frekur við Úlfana – „Þeir gátu ekki sagt nei því þeir gátu ekki boðið neitt betra“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann ætlar sér að gera sig gildandi í baráttunni um stöðu aðalmarkvarðar.

Pálmi, sem er tvítugur, kemur frá Wolves, en hann spilaði með varaliðinu þar. Skiptin til Víkings áttu sér nokkurn aðdraganda.

„Þetta eru búnir að vera nokkrir mánuðir af því að spjalla og ræða málin, fá leyfi frá mönnum í Wolves. Þeir voru fyrst ekkert hæstánægðir að leyfa mér að fara. Það þurfti mikið til að sannfæra þá. Ég heyrði fyrst af þessu í sumar og er búinn að vera spenntur fyrir þessu síðan. Það var bara ekki rétti tíminn að fara í sumar á miðju tímabili hér á Íslandi. En ég var frekur og sagði Wolves að ég vildi fara í Víking og þeir gátu ekki sagt nei því þeir gátu ekki boðið neitt betra,“ sagði Pálmi við 433.is eftir undirskrift í dag.

video
play-sharp-fill

Pálmi segist hafa öðlast góða reynslu hjá Wolves.

„Þetta er ótrúlega flottur bolti. Við höfum verið að spila í efstu deild (Premier League 2) síðustu þrjú árin. Við vorum að spila á móti bestu leikmönnunum á þessum aldri á Englandi. Þetta er geggjuð deild að spila í en mig langaði að spila meistaraflokksbolta.“

Pálmi ætlar sér að veita Ingvari Jónssyni alvöru samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar í Víkinni.

„Heldur betur. Ég er nútíma markvörður og Víkingur spilar sama kerfi og ég var í hjá Wolves. Þannig ég tel mig vera að koma inn í stöðu sem ég er mjög vanur að spila.“

Eins og flestir vita hefur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, verið sterklega orðaður við Norrköping undanfarið. Var Pálmi eitthvað að spá í því áður en hann skrifaði undir?

„Það er ekki bara Arnar sem vill fá mig. Ég er mest búinn að spjalla við Kára. Ég veit að ef það kemur nýr þjálfari verður spilað sama kerfi því það sem þeir eru að gera virkar. Ég veit líka að Kári fílar mig í tætlur svo það er ekkert stress. En auðvitað vil ég vinna með Arnari, þetta er toppmaður og toppþjálfari. Vonandi verður hann hér í eitt ár í viðbót en hann á auðvitað að vera úti að þjálfa,“ sagði Pálmi, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Hide picture