Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Haugesunds í Noregi, reynir að kaupa Anton Loga Lúðvíksson frá Breiðablik. Þungavigtin segir frá.
Anton Logi lék mjög stórt hlutverk í liði Breiðabliks í sumar þegar Óskar Hrafn var þjálfari liðsins.
Óskar Hrafn hætti með Breiðablik eftir að Íslandsmótinu lauk og réð sig til starfa í Noregi.
Óskar keypti Hlyn Frey Karlsson frá Val og nú virðist Anton Logi vera á leið til félagsins. Eggert Aron Guðmundsson sóknarmaður Stjörnunnar hefur svo sterklega verið orðaður við liðið.
Anton Logi var valinn í íslenska A-landsliðshópinn á dögunum en liðið fer í verkefni í Bandaríkjunum í janúar.