Jadon Sancho er áfram orðaður burt frá Manchester United og nú er nýtt félag komið í umræðuna.
Sancho á í stríði við Erik ten Hag, stjóra United, og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.
Hann er því á förum en hann hefur til að mynda verið orðaður við sitt gamla félag, Dortmund, en þaðan keypti United hann á 73 milljónir punda sumarið 2021.
Nú segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk hins vegar frá því að RB Leipzig hafi áhuga á Sancho.
Hann tekur þó fram að launakröfur Englendingsins gætu reynst fráhrindandi fyrir Leipzig en Sancho þénar 17 milljónir punda á ári í Manchester.
Það er nokkuð ljóst að Sancho mun þurfa að taka á sig launalækkun hjá nýju félagi.