Manchester United goðsögnin Gary Neville segir að andrúmsloftið á Anfield hafi ekki verið gott í gær er Liverpool tók á móti hans mönnum.
Liverpool og United gerðu markalaust jafntefli í gær en flestir höfðu búist við sigri fyrrnefnda liðsins.
„Ég verð að segja að þetta er langversta stemning sem ég hef séð á Anfield á leik gegn Manchester United,“ sagði Neville í beinni útsendingu á Sky Sports yfir leiknum.
Hann hélt áfram.
„Þetta er Liverpool-Manchester United og það er búið að vera svo hljótt fyrir utan fyrstu fimm mínútur leiksins kannski.“
Með jafnteflinu missti Liverpool af toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal en United er í sjöunda sæti.