Jose Mourinho telur að Manchester City verði enskur meistari í vor, enn eitt árið.
City hefur unnið ensku úrvalsdeildna þrjú ár í röð en nú er liðið í fjórða sæti, 5 stigum á eftir Arsenal þegar 17 umferðum er lokið.
Liverpool er svo stigi á eftir Arsenal, með jafnmörg stig og Aston Villa.
„Ég myndi segja að það séu 51% líkur á að City vinni en 49% líkur á að Liverpool vinni,“ segir Mourinho sem var þá spurður út í Arsenal.
„Nei. Og þetta tengist ekki rimmunum við þá. Ef ég set það til hliðar myndi ég vilja sjá Arsenal vinna,“ segir þessum fyrrum stjóri Chelsea, Manchester United og Tottenham enn fremur.
„Þegar leikirnir koma inn með skömmu millibili er City með bestu breiddina.“