Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United segist hafa verið sakaður um einelti þegar hann var stjóri félagsins.
Hann segir að málið hafi komið sér í opna skjöldu en hann hafði þá tekið umræddan leikmann af velli í hálfleik.
Mourinho er harður í horn að taka en hann stýrði Manchester United frá 2016 til 2018.
„Þegar ég stýrði Manchester Untied þá tók ég leikmann af velli í hálfleik,“ sagði Mourinho í The Obi One Podcast.
„Ég gerði skiptingu og var í kjölfarið sakaður um einelti.“
Mourinho byrjaði vel hjá Manchester United en kálið súrnaði frekar hratt og var hann að lokum rekinn.