Stuðningsmenn Liverpool hafa fengið viðvörun frá félaginu fyrir að hafa kastað glerflöskum og fleiru í rútu Manchester United í gær.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læti eru fyrir utan Anfield þegar andstæðingar mæta til leiks og hefur félagið beðist afsökunar.
Einn stuðningsmaður Liverpool tók það upp á myndband þegar hann henti flösku í rútuna.
Rútan var nokkuð sködduð eftir þetta og voru rúður brotnar á henni og fordæmir Liverpool þessa hegðun.
This Liverpool fan throwing a bottle at the Man United team bus today 👀 pic.twitter.com/IzhNHsfmxD
— Casual Chaps 🇬🇧 (@CasualChaps) December 17, 2023