Juventus er farið í formlegar viðræður við Manchester City og vill skoða það að fá Kalvin Phillips frá félaginu í janúar.
Juventus vill enska landsliðsmanninn á láni en með þann möguleika á að kaupa hann.
Phillips hefur verið leikmaður City í átján mánuði en varla fengið tækifæri til þess að sanna sig.
Pep Guardiola hefur oft rætt um Kalvin og þykir miður hversu fá tækifæri hann hefur fengið.
Fleiri lið hafa áhuga á Phillips og hefur hann verið orðaður við Newcastle en hann er sagður spenntur fyrir því að fara til Juventus.
🚨⚪️⚫️ Understand Juventus have now opened talks with Manchester City to discuss Kalvin Phillips deal.
Negotiations starting between clubs as Kalvin is said to be open to the move.
Juventus plan to offer loan with buy option clause. Man City want it to be mandatory. Talks on. pic.twitter.com/AukIT7NSnr
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2023