Rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Arsenal getur verið nokkuð sátt við dráttinn en liðið dróst gegn Porto. Hitt enska liðið sem eftir er í keppninni, Manchester City, mætir FC Kaupmannahöfn.
Nokkrir safaríkir leikir eru á dagskrá en Napoli mætir til að mynda Barcelona og Inter mætir Atletico Madrid.
16-liða úrslit
Porto – Arsenal
Napoli – Barcelona
PSG – Real Sociedad
Inter – Atletico Madrid
PSV – Dortmund
Lazio – Bayern Munchen
FCK – Manchester City
Leipzig – Real Madrid
Fyrri leikir fara fram 13. og 14. febrúar annars vegar og 20. og 21. febrúar hins vegar.
Seinni leikirnir verða spilaðir 5. og 6. mars annars vegar og 12. og 13. mars annars vegar.