Samkvæmt heimildum 433.is verður Böðvar Böðvarsson leikmaður FH á allra næstu dögum, hann er að koma heima úr atvinnumennsku og heldur heim í Kaplakrika.
Böðvar sem er 28 ára gamall hefur undanfarin sex ár verið í atvinnumennsku, nú síðast hjá Trelleborg í Svíþjóð.
Fleiri lið í Bestu deildinni höfðu áhuga á Böðvari sem kaus að fara heim í FH, þar hefur hann leikið allan sinn feril á Íslandi.
Böðvar hefur spilað 5 A-landsleiki á sínum ferli en hann lék síðast með FH sumarið 2017 og spilaði þá alla 22 leikina í efstu deild.
FH-ingar eru á sama tíma og þeir sækja Böðvar að selja einn sinn besta leikmann en Davíð Snær Jóhannsson verður leikmaður Álasunds á næstunni.
Samkvæmt heimildum 433.is er málið mjög langt komið og ætti Davíð að verða leikmaður liðsins fyrir jól.