Nicolas Jackson gekk í raðir Chelsea í sumar og er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó fengið nokkra gagnrýni.
Jackson kom með áhugaverðan samanburð í nýju viðtali þar sem hann benti á að stórstjörnum hafi mistekist að standa sig hjá Chelsea.
„De Bruyne var hér og Salah líka. Þeir áttu erfitt uppdráttar en nú eru þeir risanöfn. Þeir hlustuðu ekki á fólk sem þekkir ekki fótbolta. Pochettino (stjóri Chelsea) segir mér þetta reglulega,“ sagði Jackson.
Chelsea hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í tíunda sæti með 22 stig eftir sautján leiki.