Eins og flestir vita er Lionel Messi einn allra vinsælasti leikmaður sögunnar en hann spilar í dag með Inter Miami.
Messi gerði garðinn frægan með Barcelona og gekk svo í raðir PSG áður en hann hélt til Bandaríkjanna.
Miami mun spila við draumalið Hong Kong þann 4. febrúar en leikurinn verður spilaður í einmitt, Hong Kong.
Það seldist upp á þennan leik á aðeins 60 mínútum og er ljóst að Messi er gríðarlega vinsæll í Asíu eins og í öðrum löndum.
Miðarnir kostuðu frá 113 dollurum í allt að 625 dollara og er í raun ómögulegt að næla sér í miða á þennan vináttuleik í dag.