fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Staðfestir að hann muni ekki spila fyrir annað lið í Evrópu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. desember 2023 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antoine Griezmann hefur staðfest það að hann ætli ekki að spila fyrir annað lið í Evrópu og mun enda feril sinn þar með Atletico Madrid.

Griezmann hefur átt frábært tímabil með Atletico en hefur aldrei farið leynt með það að hann vilji spila í Bandaríkjunum einn daginn.

Frakkinn hefur engan áhuga á að semja við annað lið í evrópska boltanum en gæti átt nokkur ár inni með Atletico.

Griezmann er 32 ára gamall en hann stoppaði einnig við hjá Barcelona 2019 til 2022 og hóf sinn atvinnumannaferil hjá Real Sociedad.

,,Ég vil að þetta verði mitt síðasta félag í Evrópu og svo get ég notið mín annars staðar,“ sagði Griezmann.

,,Ég vil halda áfram að spila hér og ég er mikilvægur mínu liði, ég er að spila vel. Við sjáum til hvort það sé hægt að halda áfram en það eru margir leikmenn til taks svo við skulum sjá til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög