Antoine Griezmann hefur staðfest það að hann ætli ekki að spila fyrir annað lið í Evrópu og mun enda feril sinn þar með Atletico Madrid.
Griezmann hefur átt frábært tímabil með Atletico en hefur aldrei farið leynt með það að hann vilji spila í Bandaríkjunum einn daginn.
Frakkinn hefur engan áhuga á að semja við annað lið í evrópska boltanum en gæti átt nokkur ár inni með Atletico.
Griezmann er 32 ára gamall en hann stoppaði einnig við hjá Barcelona 2019 til 2022 og hóf sinn atvinnumannaferil hjá Real Sociedad.
,,Ég vil að þetta verði mitt síðasta félag í Evrópu og svo get ég notið mín annars staðar,“ sagði Griezmann.
,,Ég vil halda áfram að spila hér og ég er mikilvægur mínu liði, ég er að spila vel. Við sjáum til hvort það sé hægt að halda áfram en það eru margir leikmenn til taks svo við skulum sjá til.“