Bosse Anderson, yfirmaður knattspyrnumála Djurgarden, hefur staðfest það að félagið hafi rætt við Barcelona vegna Lucas Bergvall.
Um er að ræða efnilegasta leikmann Svía en hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Manchester United.
Andersson staðfesti ekki áhuga frá enska stórliðinu en segir að Barcelona hafi haft samband í síðustu viku.
Bergvall er 17 ára gamall miðjumaður og er fæddur 2006 en hann hefur þrátt fyrir það spilað 25 deildarleiki fyrir Djurgarden á þessu ári.
,,Já ég get staðfest það að við höfum verið í sambandi við Barcelona en engar viðræður hafa átt sér stað,“ sagði Andersson.
,,Þeir höfðu samband við okkur í síðustu viku en við höfum ekki rætt saman eftir það.“