Arsenal vann gríðarlega sannfærandi sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Emirates.
Arsenal átti 26 marktilraunir gegn aðeins sex frá gestunum og var sigur heimamanna í raun aldrei í hættu.
Gabriel Jesus kom Arsenal yfir snemma í seinni hálfleik og bætti Kai Havertz við öðru undir lok leiks.
Havertz hefur verið sjóðandi heitur undanfarið og var að skora sitt fjórða mark fyrir Arsenal eftir erfiða byrjun.
Markið má sjá hér.
Kai Havertz is an unstoppable goal-scoring machine. What a magnificent footballer 🇩🇪pic.twitter.com/qbmOoz9joG
— Gooner Chris (@ArsenalN7) December 17, 2023