Michael Emenalo, yfirmaður knattspyrnumála í Sádi Arabíu, viðurkennir að deildin sé vel opin fyrir því að taka á móti Kylian Mbappe á næsta ári.
Miklar líkur eru á að Mbappe sé á förum frá Paris Saint-Germain 2024 en hann er bæði orðaður við Sádi sem og Real Madrid.
Peningarnir í Sádi tala sínu máli og segir Emenalo að það yrði í raun ómögulegt fyrir lið deildarinnar að hafna þeim möguleika að fá framherjann.
Mbappe er einn allra besti leikmaður heims en hans draumur er þó að leika fyrir Real einn daginn.
,,Varðandi Mbappe, við erum opnir fyrir viðræðum en við vitum ekki hvað hann vill gera,“ sagði Emenalo.
,,Allir leikmenn í hans gæðaflokki vita af okkur. Ef það er áhugi frá Mbappe að vera hluti af því sem við erum að byggja þá getum við ekki útilokað möguleikan. Þetta er leikmaður sem ég er hrifinn af.“