Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Liverpool var mun sterkari aðilinn og átti 34 skot að marki gestanna.
Klopp var í heildina ánægður með frammistöðu sinna manna og hvernig þeir stjórnuðu leiknum frá A til Ö.
,,Það gekk mikið á í þessum leik, það sem ég er ekki hrifinn af er að við náðum ekki að skora og við gátum skapað okkur betri færi en við flýttum okkur of mikið,“ sagði Klopp.
,,Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn, allir pressuðu á andstæðinginn og örugglega besta pressa sem ég hef séð þennan hóp skila.“
,,Ég get ekki hugsað um betri frammistöðu gegn Manchester United og jafn mikla stjórn á leiknum, jafnvel þegar við unnum þá 7-0 þá voru þeir hættulegri.“