Lið í Sádi Arabíu gefast ekki upp á að fá stórstjörnuna Mohamed Salah í sínar raðir en hann var eftirsóttur í sumar.
Liverpool fékk risatilboð frá Sádi í sumar upp á 200 milljónir punda en ákvað að hafna því boði sem kom mörgum á óvart.
Daily Mail fullyrðir nú að lið í Sádi ætli að reyna aftur við Salah næsta sumar og verður hann mögulega næsta stjarna deildarinnar.
Salah er einn besti leikmaður í sögu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hann er samningsbundinn til 2025.
Salah er orðinn 31 árs gamall og væri ekki ósniðugt af Liverpool að selja hann fyrir risaupphæð á næsta ári.