Arsenal vann gríðarlega sannfærandi sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Emirates.
Arsenal átti 26 marktilraunir gegn aðeins sex frá gestunum og var sigur heimamanna í raun aldrei í hættu.
Gabriel Jesus kom Arsenal yfir snemma í seinni hálfleik og bætti Kai Havertz við öðru undir lok leiks.
Aston Villa vann sigur á Brentford á sama tíma á útivelli eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleiknum.
Ollie Watkins reyndist hetja Villa í leiknum og tryggði gestunum sigurinn með marki á 85. mínútu.
West Ham vann þá mjög öruggan sigur á Wolves 3-0 þar sem Lucas Paqueta lagði upp öll þrjú liðsins í sigrinum.
Arsenal 2 – 0 Brighton
1-0 Gabriel Jesus(’53)
2-0 Kai Havertz(’87)
Brentford 1 – 2 Aston Villa
1-0 Keane Lewis-Potter(’45)
1-1 Leon Bailey(’78)
1-2 Ollie Watkins(’85)
West Ham 3 – 0 Wolves
1-0 Mohammed Kudus(’22)
2-0 Mohammed Kudus(’32)
3-0 Jarrod Bowen(’74)