Það er versta starf í heimi að spila fyrir bandaríska kvennalandsliðið ef þú spyrð hina umdeildu, Megan Rapinoe.
Rapinoe hefur lengi verið hluti af bandaríska liðinu en hún lét ummælin falla í nýrri heimildarmynd sem ber nafnið ‘Under Pressure.’
Þar var fjallað um bandaríska liðið á HM 2023 en liðið féll úr keppni í 16-liða úrslitum í vítakeppni gegn Svíþjóð.
Rapinoe spilaði 203 landsleiki fyrir Bandaríkin á sínum ferli en hún ákvað nýlega að leggja skóna á hilluna.
Bandaríska goðsögnin segir að það sé alls ekki auðvelt verkefni að leika fyrir svo stóra þjóð og að pressan sé gríðarlega að ná árangri.
,,Ég hef alltaf sagt að þetta sé versta starf í heiminum því ef þú gerir vel þá ertu að sinna þinni vinnu almennilega,“ sagði Rapinoe.
,,Á móti, ef þú gerir minna en það sem þú átt að gera þá ertu harðlega gagnrýnd fyrir þín störf.“