Raul Jimenez, leikmaður Fulham, fékk gríðarlega heimskulegt rautt spjald í leik gegn Newcastle í dag.
Um er að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni en þegar þetta er skrifað er staðan markalaus á St. James’ Park.
Fulham á erfitt verkefni fyrir höndum en Jimenez fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot á Sean Longstaff.
Þetta brot var í raun óskiljanlegt af hálfu framherjans og má sjá hér fyrir neðan.
Raul Jimenez just tried to unalive a new castle player for no reason 😆😆 what is this tackle?!? 😆😆😆 pic.twitter.com/uDRgRjR035
— warez (@iggnazty) December 16, 2023