Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það kom upp atvik í Tyrklandi á dögunum sem vakti óhug margra en þá kýldi forseti Ancaragucu dómara eftir leik liðsins.
„Þetta er bara það fáránlegasta sem maður hefur séð í háa herrans tíð í íþróttum. Það á að taka fáránlega hart á þessu,“ sagði Stefán.
Í kjölfarið var umhverfi dómara í helstu boltaíþróttunum rætt.
„Það er ekkert grín að vera dómari. Ég er búinn að vera að fylgjast með með dómurum í handbolta undanfarin tvö tímabil og umhverfið er hræðilegt. Aginn í körfunni er miklu meiri og ég er eiginlega hrifnari af því,“ sagði Stefán.
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.