Gríðarlega óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Bournemouth og Luton í dag en spilað er í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er 1-1 þessa stundina en dómari leiksins hefur stöðvað viðureignina vegna Tom Lockyer, fyrirliða Luton.
Lockyer hneig niður í seinni hálfleik í leiknum en ástæðan er óljós að svo stöddu.
Leikmenn beggja liða tóku eftir því að Lockyer væri í grasinu og kölluðu um leið eftir hjálp.
Myndband af þessu má sjá hér.
Luton Town vs Bournemouth stopped as
Tom lockyer collapsed in the pitch😳pic.twitter.com/sbrafjD867— Vaibhav Hatwal ◟̽◞̽ 🤧 (@vaibhav_hatwal) December 16, 2023