Jose Mourinho og Roma hafa verið sektuð um 40 þúsund evrur vegna ummæla Portúgalans sem hann lét falla fyrir tveimur vikum.
Mourinho tjáði sig fyrir leikg egn Sassuolo í Serie A en hans menn unnu þá viðureign, 2-1.
Mourinho var þó ekki ánægður er hann heyrði af því að Matteo Marcenaro myndi dæma viðureignina og var ansi harðorður fyrir upphafsflautið.
,,Ég hef áhyggjur af þessum dómara, við höfum fengið hann þrisvar sinnum þar sem hann er fjórðii dómari og hann er ekki tilbúinn andlega í svona leik,“ sagði Mourinho um Marcenaro.
,,Ég hef skoðað hans feril og ég er ekki rólegur, ég hef líka áhyggjur af þeim sem mun sjá um VAR, við höfum aldrei verið heppnir með þennan mann við stjórnvölin.“
Mourinho var sektaður um 20 þúsund evrur og Roma 20 þúsund en hann sleppur við hliðarlínubann.