fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Loksins að ná sér almennilega á strik eftir mjög erfið ár hjá öðrum stórliðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 16:23

Aubameyang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre Emerick Aubameyang er loksins byrjaður að minna á sig eftir nokkur erfið tímabil á sínum ferli.

Aubameyang var lengi leikmaður Dortmund og Arsenal en ferill hans hefur í raun ekki náð flugi síðan 2020.

Í dag er Aubameyang 34 ára gamall en hann gerði samning við Marseille í Frakklandi fyrr á þessu ári.

Fyrir það lék leikmaðurinn með Chelsea en skoraði aðeins þrjú mörk í 21 leik en hann kom þaðan frá Barcelona þar sem frammistaðan var í besta falli ágæt.

Aubameyang skoraði aðallega mörk í leikjum sem Barcelona vann sannfærandi og þótti ekki standa sig í leikjum sem skiptu máli.

Í dag er Aubameyang að minna á sig í Frakklandi en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik á tímabilinu fyrir Marseille.

Frammistaða hans í Evrópu hefur helst vakið athygli en hann er þar með sjö mörk í sex leikjum en þó aðeins fimm í deild.

Aubameyang er þó talinn hafa spilað glimrandi vel á leiktíðinni og eftir nokkur erfið ár er hann að finna taktinn á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar