RB Leipzig er nú að reyna að sannfæra Liverpool um að leyfa miðjumanninum Fabio Carvalho að spila með liðinu út tímabilið.
Nýlega var greint frá því að Liverpool vildi fá Carvalho aftur í sínar raðir en hann var lánaður til þýska félagsins í sumar.
Liverpool bjóst við að Carvalho myndi spila reglulega fyrir Leipzig en hann hefur komið við sögu í aðeins 257 mínútur.
Leipzig vill þó mikið halda Portúgalanum í sínum röðum og hefur haft samband við Liverpool vegna þess.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en Carvalho spilaði allar 90 mínúturnar í leik gegn Young Boys í Meistaradeildinni í vikunni.
Leipzig hefur trú á að Carvalho geti lagt sitt af mörkum á tímabilinu og gæti þess vegna lofað að gefa honum fleiri mínútur á næsta ári.