Eins og flestir vita hefur Kjartan Henry Finnbogason lagt skóna á hilluna og er nú orðinn aðstoðarþjálfari FH í Bestu deild karla.
Kjartan mun þar starfa undir Heimi Guðjónssyni en hann var leikmaður liðsins á síðustu leiktíð og stóð sig vel.
Kjartan er uppalinn hjá KR og sneri aftur til félagsins 2021 en kvaddi ári seinna og skrifaði undir hjá FH.
Það var ákvörðun sem var alls ekki vinsæl í Vesturbænum en flestir bjuggust við því að Kjartan myndi enda feril sinn hjá uppeldisfélaginu.
Ansi athyglisverð auglýsing er nú sjáanleg í Vesturbæ en þar má sjá mynd af Kjartani og er haft eftir honum ‘Líður vel í Kaplakrika.’
Það gæti ögrað þónokkrum KR-ingum en Twitter notandi með nafnið Jói Ástvalds vakti athygli á þessu eins og má sjá hér fyrir neðan.
FH ain’t playing around 😂 pic.twitter.com/WNSk2WRYv7
— Jói Ástvalds (@JoiPall) December 16, 2023