fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Hélt framhjá með stórstjörnu og vill vara aðrar konur við: Bað um nektarmyndir daglega – ,,Hann notaði mig til að halda framhjá kærustunni“

433
Laugardaginn 16. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Paola Saulino segir enskum miðlum frá því  að leikmaður Chelsea hafi átt í framhjáhaldi með henni.

Saulino og fótboltamaðurinn hittust fyrst í partíi, áður en þau stunduðu kynlíf í bíl. Samband þeirra stóð yfir í einhvern tíma en á endanum leið Saulino illa vegna framhjáhaldsins.

Hún segir að stjarnan hafi beðið um nektarmyndir daglega og var hann duglegur að senda skilaboð á óheppilegum tímum.

Saulino vonast til þess að með því að segja sína sögu geti hún varað aðrar konur við óheiðarlegum knattspyrnumönnum.

„Hann kynnti sig strax fyrir mér og gat í raun ekki tekið augun af mér. Við hlógum saman og áttum frábæra tíma saman. Mér líkaði mjög vel við hann,“ segir Saulino um fyrstu kynni þeirra. Þau hafi svo sofið saman í bíl og farið á djammið. Eftir það ákváðu þau að hittast síðar.

Eftir þetta var fótboltamaðurinn í miklu samandi við Saulino. „Hann bað mig um nektarmyndir á hverjum degi. Hann bað oft um eina mynd í viðbót. Stundum sendi ég honum myndir seint á kvöldin svo hann gæti séð þær þegar hann vaknaði.“

Þau hittust oft í Lundúnum, fóru út að borða og slíkt. Saulino er vel sett og segist hafa eytt meira en hann á stefnumótum þeirra. Svo lauk sambandinu hins vegar skyndilega eftir óvænt símtal frá leikmanninum.

„Mér fannst ég niðurlægð. Hann lét mig elska sig en kom svo illa fram við mig. Ég sá hann fyrir hvað hann var, slæman gaur sem lýgur og virðir ekki annað fólk. Hann notaði mig til að halda framhjá kærustunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar