Xavi Hernandez, goðsögn Barcelona og núverandi þjálfari liðsins, hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir að hann gæti verið að segja af sér.
Xavi hefur ekki þótt heilla nógu mikið sem þjálfari Barcelona en gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki staðist væntingar.
Barcelona spilar við Valencia í kvöld í spænsku deildinni en liðið er þessa stundina sjö stigum frá toppliði Girona.
,,Nei alls ekki, við skoðum hvar við erum í lok tímabils og hvað við höfum unnið,“ sagði Xavi við blaðamenn aðspurður að því hvort hann myndi íhuga að segja af sér.
,,Ég er jákvæð manneskja, þetta tímabil getur ennþá endað vel. Við erum enn að spila upp á allt sem er í boði, við þurfum að standa saman og trúa á verkefnið meira en áður.“
,,Við erum öll saman í þessu, við erum komnir hálfa leið í því að búa til stórkostlegt Barcelona lið.“