Grínistinn í herbúðum Arsenal gæti verið að kveðja félagið í janúarglugganum samkvæmt ESPN.
Um er að ræða bakvörðinn Cedric sem fær lítið að spila en hann ku vera ansi skemmtilegur í klefa og vinsæll á meðal liðsfélaga sinna.
ESPN segir að Villarreal hafi mikinn áhuga á Cedric sem hefur aðeins leikið þrjá deildarleiki á tímabilinu.
Ljóst er að Portúgalinn á enga framtíð fyrir sér í London og verður þá samningslaus næsta sumar.
Villarreal vill nýta sér það og kaupa leikmanninn í janúar og gæti hann fengist ódýrt miðað við lengd samningsins.