Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, svaraði blaðamanni fullum hálsi fyrir helgi er hann spurði í raun ansi óviðeigandi spurningu.
Blaðamaðurinn spurði Tuchel út í hver gæti mögulega tekið við starfinu hjá Bayern ef hann sjálfur myndi fá sparkið.
Tuchel varð skiljanlega pirraður á þessari spurningu en sæti hans ku vera nokkuð heitt vegna gengi liðsins á þessari leiktíð.
,,Heldurðu í alvörunni að ég ætli að spá fyrir um hver tekur við af mér hérna?“ sagði Tuchel við blaðamanninn.
,,Ég er hér núna og hver veit hversu lengi ég verð hér. Það skiptir engu máli hvað ég held eða hugsa.“