Burnley 0 – 2 Everton
0-1 Amadou Onana(’19)
0-2 Michael Keane(’25)
Burnley sá í raun aldrei til sólar í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Everton á heimavelli.
Everton fagnaði að lokum nokkuð þægilegum útisigri en þetta var fjórði deildarsigur liðisins í röð.
Burnley hefur verið í bölvuðu basli á tímabilinu og er aðeins með átta stig og situr í fallsæti með -20 í markatölu.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley en hann er meiddur og kom ekki við sögu í dag.
Everton hafði betur í þessum leik, 2-0 með mörkum frá Amadou Onana og Michael Keane í fyrri hálfleik.