Gríðarlega óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Bournemouth og Luton í dag en spilað er í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er 1-1 þessa stundina en dómari leiksins hefur stöðvað viðureignina vegna Tom Lockyer, fyrirliða Luton.
Lockyer hneig niður í seinni hálfleik í leiknum en ástæðan er óljós að svo stöddu.
Leikmenn beggja liða tóku eftir því að Lockyer væri í grasinu og kölluðu um leið eftir hjálp.
Nú er búið að staðfest að leikurinn haldi ekki áfram og verður hann spilaður á öðrum tíma vegna atviksins.
The Premier League match between Bournemouth and Luton has been abandoned due to a player medical incident.
Our thoughts are with Tom Lockyer and all players involved in today’s match.
— Premier League (@premierleague) December 16, 2023