Marcus Rashford og Luke Shaw eru heilir heilsu fyrir leik Liverpool og Manchester United á sunnudag.
Shaw fór meiddur af velli í slæmu tapi gegn Bournemouth um síðustu helgi og Marcus Rashford hefur misst af leikjum vegna veikinda.
Harry Maguire og Anthony Martial eru hins vegar meiddir en United verður án ellefu leikmanna gegn Liverpool.
Bruno Fernandes er í banni en Casemiro, Lisandro Martinez og fleiri eru meiddir.
„Harry Maguire verður ekki með, hann verður samt ekki lengi frá en missir af næstu leikjum,“ segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
„Luke Shaw æfði í morgun og á að vera klár, Rashford er klár í slaginn.“