Einn leikur var á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en þar tók Nottingham Forest á móti Tottenham.
Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en þá skoraði Richarlison fyrir Tottenham og staðan orðin 0-1 fyrir gestina.
Dejan Kulusevski kom gestunum í 0-2 á 65. mínútu og staðan orðin vænleg fyrir þá.
Skömmu síðar fék Yves Bissouma þó rautt spjald fyrir brot á Ryan Yates.
Forest tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 0-2 fyrir Tottenham.
Eftir leikinn er Tottenham í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig en Forest er í því sextánda með 14 stig.