Ögmundur Kristinsson, fyrrum markvörður íslenska landsliðsins er sagður á leið í Breiðablik. Þessu er haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Ögmundur er í herbúðum Kifisia í Grikklandi en hefur ekki spilað mikið eftir að hafa samið við félagið í sumar.
Ljóst er að ef Ögmundur semur við Breiðablik er framtíð Antons Ara Einarssonar í lausu lofti, hann hefur varið mark Blika með ágætum síðustu fjögur ár en gæti nú verið á útleið.
Ögmundur var í þrjú ár hjá Olympiakos en spilaði þar fáa leiki. Hann hefur því í rúm þrjú ár lítið spilað.
Ögmundur hefur hins vegar átt afar farsælan feril en hann fór í atvinnumennsku árið 2014.
Hann lék með Fram hér á landi áður en hann hélt út en Ögmundur var í leikmannahópi Íslands á EM 2016 en fór ekki með á HM árið 2018.