Jesse Lingard er enn án félags frá því samningur hans við Nottingham Forest rann út í sumar.
Lingard yfirgaf Manchester United sumarið 2022 og fór til Forest og skrifaði undir eins árs samning. Honum tókst þó ekki að skora eða leggja upp í 17 leikjum og hafði félagið lítinn áhuga á að semja við hann á ný.
Kappinn hefur enn ekki fundið sér félag en talið er að hann sé með háar launakröfur.
The Athletic segir frá því í dag að sumarið 2022 hefði hann getað fengið fjögurra ára samnings hjá bæði Newcastle og Fulham.
Hann ákvað hins vegar að fara til Forest þar sem hann fékk eins árs samning og 115 þúsund pund í vikulaun.
Það gæti vel verið að Lingard sjái eftir ákvörðun sinni í dag.