Albert Guðmundsson var á skotskónum með Genoa gegn Juventus í ítölsku Serie A í kvöld.
Liðin mættust á heimavelli Genoa og tóku gestirnir forystuna með marki Federico Chiesa á 28. mínútu leiksins.
Það var svo Albert sem jafnaði fyrir Genoa snemma í seinni hálfleik með marki eftir skemmtilega sókn. Þetta var áttunda mark Alberts á leiktíðinni en hann hefur farið á kostum.
Meira var ekki skorað og 1-1 niðurstaðan.
Juventus er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig en Genoa er í því fjórtánda með 16 stig.
Hér að neðan má sjá mark Alberts.
Genoa [1]-1 Juventus
Albert Gudmundsson 48'#GOE #JUV
pic.twitter.com/pE0HciEJMQ— Zack💚FastGoals (@GoalsZack) December 15, 2023