Meiðslavandræði Chelsea halda áfram að aukast en á dögunum kom í ljós að Recce James fyrirliði liðsins verður frá í þrjá mánuði.
Ofan á það bætast svo meiðsli hjá Marc Cucurella og Robert Sanchez, staðfest var í dag að þeir yrðu frá í nokkuð langan tíma.
Sanchez er hjá sérfræðinga vegna meiðsla sinna og Cucurella er að bíða eftir því að hitta sérfræðinga í ökklameiðslum.
Fyrir eru þeir Trevoh Chalobah, Ben Chilwell, Wesley Fofana og fleiri meiddir.
Romeo Lavia hefur ekki enn spilað leik fyrir Chelsea og en Christopher Nkunku er byrjaður að æfa með liðinu.
Nkunku kom frá Leipzig í sumar en meiddist á undirbúningstímabilinu, hann gæti byrjað að spila á næstu vikum.