Moises Caicedo segist ekki hafa getað hafnað Chelsea í sumar vegna þess að félagið hafði um langt skeið sýnt honum áhuga.
Caicedo fór í viðræður við Liverpool eftir að Brighton samþykkt tilboði frá Jurgen Klopp og hans mönnum.
„Ég hafði rætt um langt skeið við Chelsea, það var bara ómögulegt að segja nei við Chelsea. Þeir voru alltaf þarna og studdu við mig,“ segir Caicedo.
Caicedo kostaði yfir 100 milljónir punda en þá upphæð var Liverpool tilbúið að greiða.
„Ég þjáðist mikið í sumar því það var flókið verkefni að fara frá Brighton. Á síðustu stundu hringdi Liverpool en það var of seint því ég vildi spila fyrir Chelsea.“
„Það var erfitt fyrir mig að segja nei við Chelsea,“ segir Caicedo sem gæti séð eftir því í dag enda er Chelsea í tómum vandræðum.
🗣️ „It was impossible to say no“
Moisés Caicedo reveals why he chose to join Chelsea over Liverpool when he left Brighton in the summer 🔹 pic.twitter.com/zmLPVMSWLk
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2023