fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Upp úr þurru er Ten Hag orðaður við annað stjórastarf – „Klikkaðir orðrómar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jan Aage Fjortoft, fyrrum knattspyrnumaður sem nú fjallar um leikinn, orðar Erik ten Hag, stjóra Manchester United, afar óvænt við stjórastarfið hjá Dortmund.

Ten Hag er undir pressu á Old Trafford eftir slæmt gengi á leiktíðinni. Liðið tapaði síðasta deildarleik gegn Bournemouth, 0-3 og tap gegn Bayern í vikunni varð til þess að liðið hafnaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu.

Hollendingurinn gæti því fengið að taka pokann sinn fljótlega.

„Klikkaðir orðrómar í Þýskalandi um að Ten Hag gæti tekið við Dortmund. Munið það að Sammer (ráðgjafi hjá Dortmund) hefur áður ráðið Ten Hag til starfa (fyrir Bayern). Sjáum hvað gerist á nýju ári,“ skrifar Fjortoft í grein í þýska blaðið BILD.

Það verður ansi áhugavert að sjá hvað gerist. Senn mun Sir Jim Ratcliffe eignast 25% hlut í United og taka yfir fótboltahlið félagsins. Það gæti orðið hans fyrsta verk að láta Ten Hag fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar