Victor Osimhen er að skrifa undir nýjan samning við Napoli sem mun gera hann að einum launahæsta leikmanni í sögu félagsins.
Osimhen hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli og var algjör lykilmaður þegar liðið varð Ítalíumeistari í vor.
Samningur hans var að renna út eftir næstu leiktíð en verður framlengdur um eitt ár, til 2026.
Þá er talið að klásúla í samningi Osimhen verði um 130 milljónir evra.