Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í Póllandi í kvöld.
Um er að ræða síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni en Blikar eru á botni riðilsins án stiga.
Breiðablik getur ekki farið upp um sæti í kvöld en stig eða þrjú myndu færa liðinu dágóðar fjárhæðir í kassann.
Leikurinn hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma en spilað er í pólsku borginni Lublin.