Ange Postecoglou knattpyrnustjóri Tottenham hefur staðfest að félagið ætli sér út á markaðinn í janúar og kaupa miðvörð.
Postecoglou tók við Tottenham í sumar og fór af stað með miklum látum, meiðsli og leikbönn hafa síðan herjað á liðið.
Það hefur orðið til þess að Tottenham hefur misst flugið og vill Postecoglou nú styrkja liðið.
„Við verðum að fá inn miðvörð því ef eitthvað annað kemur upp þá erum við of þunnskipaðir,“ segir Postecoglou.
Postecoglou hafði gert góða hluti með Celtic áður en hann tók við Tottenham en liðið spilar afar sóknarsinnaðan fótbolta.
🚨⚪️ Ange Postecoglou confirms Spurs plan to sign new centre back in January.
“We need to sign another centre-back though because at the moment we're on tenterhooks in case something else happens there”. pic.twitter.com/GlxgZiSVUX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 14, 2023