Hin geðuga Ofurtölva hefur stokkað spilin sín fyrir Meistaradeildina en í gær var ljóst hvaða sextán lið komust áfram.
Ofurtölvan hefur oftast einbeitt sér að enska boltanum en nú telur hún að Arsenal vinni keppnina.
Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Ofurtölvan telur 22 prósent líkur á að Arsenal vinni deildina.
Ofurtölvan telur Manchester City eiga 20 prósent líkur á að vinna keppnina annað árið í röð.
FC Bayern og Real Madrid eiga sinn séns og eru til alls líklegt en svona metur Ofurtölvan stöðuna.