Kylian Mbappe var pirraður eftir jafntefli Paris Saint-Germain gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær.
1-1 niðurstaða dugði PSG til að fara áfram í 16-liða úrslit þar sem Newcastle vann ekki sinn leik, en liðið tapaði gegn AC Milan á heimavelli.
Mbappe er sagður ósáttur við varfærnislegt leikplan Luis Enrique, stjóra PSG, í leiknum en Spánverjinn viðurkenndi að Mbappe væri pirraður á blaðamannafundi eftir leik.
Rauk hann þá í gegnum viðtalssvæðið og beint út í rútu.
Þá vildi Mbappe ekki þakka stuðningsmönnum PSG sem ferðuðust til Þýskalands fyrir í gær.
PSG hafnaði í öðru sæti riðilsins á eftir Dortmund og gæti því fengið erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitum.