Glenn Tamplin sem eitt sinn átti milljónir punda er eftirlýstur af lögreglunni í Bretlandi í dag. Hann er á flótta og hefur ekki látið ná í sig.
Tamplin var eigandi Billericay Town og Romford FC og lét mikið fyrir sér fara á árum áður
Tamplin varð efnaður þegar hann átti fyrirtæki sem framleiddi stál en undanfarin ár hefur hann veri í vandræðum.
Tamplin er grunaður um tvö brot en hann á einnig að hafa brotið skilorð. Í eitt skiptið hafði hann talsvert magn af kókaíni á sér þegar lögreglan handtók hann
Þegar Tamplin var eigandi Billericay Town lét hann mikið fyrir sér og gerði sjálfan sig að þjálfara. Hann fékk þá Jermaine Pennant og Jamie O´Hara til félagsins.
Síðast er vitað um ferðir Tamplin í Watford en lögreglan óskar eftir upplýsingum um ferðir hans.